Ef við tökum eitt skref í einu, einn dag í einu, þá held ég að við getum öll átt gott líf
Rannsóknir sýna að Íslendingar eru með hamingjusömustu þjóðum í heimi. Dóra Guðrún segir að það séu margar góðar forsendur fyrir því að lifa hamingjuríku lífi á Íslandi. „Við erum samfélag þar sem að við metum þá þætti sem skipta máli,“ segir hún. „Við erum friðsæl þjóð, það er auðvelt fyrir okkur að vera í nánum tengslum við fólkið okkar, það eru ekki langar vegalengdir. Við leggjum áherslu á velferð og velsæld.“ Dóra Guðrún hefur rannsakað hamingjuna í 20 ár og ræddi hamingjurannsóknirnar í Kastljósi.